Bjór

Skoðaðu úrvalið

Skoða

Nýlegar fréttir

Posted on Færðu inn athugasemd

Innköllun á Albani Mosaic IPA

ÁTVR og Dista ehf. innkalla vöruna Albani Mosaic IPA, Alk. 5,7% vol., sem er bjór í 330 ml áldós, þar sem dósin getur bólgnað út og kann að springa. Innköllunin miðast eingöngu við birgðir vörunnar merktar með best fyrir dagsetningunni: 11/05/2023 og sjá má á botni dósar. 

Varan með umræddri best fyrir dagsetningu hefur nú þegar verið fjarlægð úr hillum vínbúðanna. Þau sem eiga þessa vöru, með fyrrnefndri best fyrir dagsetningu, eru beðin um að farga henni eða skila henni í næstu Vínbúð og fá hana þar bætta.

Ef umbúðir vörunnar eru bólgnar er rétt að leiðbeina um að opna umbúðirnar að viðhafðri fyllstu varúð.

Framleiðandi vörunnar er Albani Bryggerierne, Tværgade 2, 5100 Odense C í Danmörku.  
Innflytjandi er Dista ehf. Ásbúð 9, 210 Garðabæ.

Strikamerki á dós: 5741000171387.

Strikamerki á kassa með 24 dósum: 5741000156100

Varan hefur verið boðin til sölu í eftirfarandi verslunum ÁTVR: Austurstræti, Kringlunni, Skútuvogi, Skeifunni, Stekkjarbakka, Heiðrún, Spönginni, Eiðistorgi, Dalvegi, Smáralind, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ,

Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík, Patreksfirði, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Flúðum, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum, Höfn, Hveragerði og Hellu.

Vörur

Kendall Jackson Vintner's Chardonnay Reserve

Sítrónugult. Mjúk meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Suðrænir ávextir, vanilla, sítróna, eik.

Styrkleiki: 13,5%
Eining: 750 ml
Þrúga: Chardonnay
Land: Bandaríkin
Upprunastaður: Kalifornía
 

Lesa meira →