Description
Royal X-Mas er gamalkunnur jólabjór í Danmörku. Fyrst kom sá hvíti á áttunda áratugnum og svo sá blái á níunda áratugnum. Sá Hvíti er vinsæll hjá íbúum Jótlands og til sveita á meðan sá blái er vinsæll á Sjálandi og í borgum.
X-Mas var upprunalega bruggaður af Ceres brugghúsinu í Árósum og hét þá Ceres X-MAS.
Lýsing: Gullinn, meðalfylling, hálfþurr, ferskur, miðlungs beiskja. Léttristað korn, léttur grösugur humlakeimur.
Royal X-Mas hefur um árabil fengist í Vínbúðum fyrir jólin og hefur ávallt verið boðinn á besta verði jólabjóra til neytenda á Íslandi hver jól.